Lögreglan á Suðurlandi stöðvaði akstur vöruflutningabifreiðar á Suðurlandsvegi síðastliðinn miðvikudag og í framhaldi af því var bifreiðin vigtuð.
Hún reyndist rétt undir 55 tonnum en mátti vera 49 tonn og var bílstjórinn sektaður fyrir aksturinn.
Þá voru höfð afskipti af tveimur bifreiðum sem hvor um sig dró kerru, annar með heyrúllum en hinn með snjósleða. Hvorugur ökumaðurinn hafði bundið farminn á kerruna og var þeim gert að ganga frá þannig að flutningurinn væri tryggur. Ökumennirnir mega vænta sektar fyrir brot sín.
Þá voru sex stór ökutæki tekin til vegaskoðunar af lögreglu í síðustu viku og voru allar þær skoðanir athugasemdalausar.