Sektaður um 350 þúsund krónur vegna brots á sóttvarnarreglum

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Erlendur maður sem braut gegn sóttvarnarreglum þann 26. ágúst síðastliðinn var sektaður um 350 þúsund krónur fyrir brotið.

Maðurinn var með staðfest kórónuveirusmit og átti að vera í einangrun en þrátt fyrir það tók hann leigubíl og skráði sig í gistingu á hóteli á Suðurlandi.

Í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi kemur fram að hún hefur lokið afgreiðslu málsins og gekkst maðurinn undir sektargerð í síðustu viku.

Fyrri greinBjörguðu tveimur nautgripum upp úr haughúsi
Næsta greinÁtti að vera í sóttkví þegar hann ruddist inn í hús á Selfossi