Sektar ekki fyrir nagladekk

Vel með farið nagladekk. Myndin tengist efni fréttarinnar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Lögreglan á Suðurlandi sektar ekki ökumenn bifreiða sem komnar eru á nagladekk, þó að slík dekk séu almennt aðeins leyfð frá 1. nóvember til 15. apríl ár hvert.

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að hún hafi fengið mikið af fyrirspurnum vegna þess síðustu daga og því undirstrikað að ökumenn á bílum á nagladekkjum eiga ekki sekt yfir höfði sér.

„Veturinn er byrjaður að gera vart við sig og hitastig oft á tíðum undir frostmarki á nóttunni og viðbúið að frost og hálka séu byrjuð að láta á sér kræla þetta árið,“ segir í tilkynningu lögreglunnar.

Fyrri greinNíu keppendur HSK unnu til 15 verðlauna
Næsta greinÁ hraðferð á Heiðinni