Aldursflokkamót HSK í sundi var haldið á Hvolsvelli sl. sunnudag og mættu keppendur frá fimm aðildarfélögum HSK til leiks.
Keppendur í flokki 10 ára og yngri fengu jafna viðurkenningu og er ekki getið um sigurvegara í þeim flokki, sbr. stefnu íþróttahreyfingarinnar. Hér að neðan er greint frá HSK meisturum í öðrum flokkum. Heildarúrslit eru á www.hsk.is.
Besta afrek mótsins vann Þórir Gauti Pálsson Umf. Selfoss. Hann synti 100 m skriðsund á 1.02,62 mín., sem gefur 517 stig skv. stigatöflu FINA.
Stigakeppnin var ekki jafn spennandi og í fyrra og nú unnu Selfyssingar yfirburðasigur, hlutu 185 stig. Dímonarliðið kom næst með 77 stig og Selfoss var þar skammt á eftir með 69 stig.
Það er stutt í næsta verkefni sundfólks á svæðinu, er héraðsmótið í sundi og verður það haldið í Hveragerði þriðjudaginn 11. júní nk.
Heildarúrslit eru á www.hsk.is.
Stigakeppni félaga:
Ungmennafélag Selfoss, alls 185 stig
Íþróttafélagið Dímon, alls 77 stig
Íþróttafélagið Hamar, alls 69 stig
Íþróttafélagið Garpur, alls 23 stig
Ungmennafélagið Hekla, alls 3 stig