Sóknarnefnd Selfosskirkju hefur samþykkt að opna kirkjuna fyrir ferðamönnum og öðrum sem þangað vilja koma alla miðvikudaga frá 15. júní til 15. ágúst.
Hugmyndin er að þar verði einhver af starfsmönnum kirkjunnar eða aðrir í sjálfboðaliðastarfi til að segja frá kirkjunni, flytja tónlist eða hafa litla helgistund.
„Þessari hugmynd skaut upp nýverið, og það er mikill vilji til að prófa þetta,“ segir Óskar Ólafsson, prestur í Selfosskirkju í samtali vði blaðið.