Á undanförnum árum hafa lögregluembætti víða um land fengið sérstaka fjárveitingu úr Umferðaröryggissjóði til að sinna umferðareftirliti til viðbótar við það sem dagleg löggæsla kemst yfir.
Á þessu ári er 4.350.000 kr. veitt til embættisins á Selfossi í þetta verkefni . Markmiðið er að auka sýnileika lögreglu yfir sumarmánuðina og draga með því úr ökuhraða en til mikils er að vinna því náist að lækka meðalhraða ökutækja á 90 km/klst vegi um 1 km minnka lýkur á alvarlegu umferðarslysi um 3 %.
Umferðareftirliti þessu er stýrt sérstaklega á þekkta slysastaði á þjóðvegakerfinu og einnig á nýja vegi, s.s. Suðurstrandaveg og veg yfir Lyngdalsheiði.
Í júní mánuði fóru í það 224 tímar, eknir voru 4031 km og heildarkostnaður við verkefnið þennan mánuð voru krónur 1.502.054. Afskipti voru höfð af 65 ökumönnum sem óku of hratt. Tveir voru kærðir fyrir að aka án öryggisbelta og 9 fyrir önnur brot.
Álagðar sektir vegna hraðakstursbrotanna einna nema 2.065.000 krónum.