Selfossprestakall og Eyrarbakkaprestakall sameinuð

Eyrarbakkakirkja. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Á nýafstöðnu Kirkjuþingi var samþykkt að sameina Selfossprestakall og Eyrabakkaprestakall í nýtt prestakall; Árborgarprestakall.

Hið nýja prestakall samanstendur af Hraungerðissókn, Laugardælasókn, Selfosssókn og  Villingaholtssókn, sem voru í Selfossprestakalli og Eyrarbakkasókn, Stokkseyrarsókn og Gaulverjabæjarsókn, sem voru í Eyrarbakkaprestakalli.

Prestar hins nýja prestakalls verða áfram þeir sömu og þjónuðu áður Selfossprestakalli og Eyrabakkaprestakalli: Guðbjörg Arnardóttir, sem er sóknarprestur hins nýja prestakalls, Gunnar Jóhannesson prestur, og Arnaldur Bárðarson prestur.

„Þótt það hljómi eins og hér sé um afdrifaríka breytingu að ræða er það í raun ekki svo. Prestakallaskipan Þjóðkirkjunnar hefur tekið breytingum í gegnum tíðina og verið nú til skoðunar undanfarin ár í þeim tilgangi að einfalda hana og gera hana skilvirkari þar sem aðstæður leyfa. Og markmiðið er fyrst og fremst að efla og auðga þjónustu kirkjunnar á hverjum stað og greiða fyrir samstarfi og samvinnu prestanna. Sameiningin snertir því ekki sóknirnar sem slíkar að neinu leyti og hefur áhrif á eðli þeirra eða störf sóknarnefnda hverrar sóknar,“ segir meðal annars í tilkynningu frá prestunum í hinu nýja Árborgarprestakalli.

Fyrri greinJólatré komið á miðbæjartúnið
Næsta greinEngin ný smit síðan 14. nóvember