Selfossveitur semja um aukin jarðhitaréttindi

Við undirritunina voru Sveinn Ægir Birgisson, formaður bæjarráðs og eigna- og veitunefndar, Sigurður Þór Haraldsson, fráfarandi veitustjóri Selfossveitna, Bragi Bjarnason, bæjarstjóri ásamt þeim Ann Gunnillu Westerberg og Rúnari Þór Steingrímssyni, landeigendum Hallanda. Ljósmynd/Árborg

Selfossveitur hafa samið við eigendur jarðarinnar Hallanda í Flóahreppi um einkarétt til jarðhitarannsókna, borunar eftir jarðhita og til virkjunar og hagnýtingar á jarðhita í landi Hallanda.

„Það eru spennandi tímar næstu árin í Sveitarfélaginu Árborg og miklar áætlanir um uppbyggingu. Þessi samningur tryggir Selfossveitum svæði til jarðhitaleitar en áfram verður unnið að samningum um fleiri svæði, enda mikilvægt að horfa til langs tíma við uppbyggingu innviða samfélagsins,“ sagði Bragi Bjarnason, bæjarstjóri af þessu tilefni.

Samningurinn tryggir Selfossveitum svæði til áframhaldandi jarðhitaleitar og mögulegrar virkjunar á heitu vatni. Um er að ræða svæði austan við Selfoss sem liggur að landi Stóra Ármóts en á því svæði hafa Selfossveitur verið við leit og virkjun á heitu vatni undanfarna áratugi.

Fyrri greinSnæfell jafnaði metin
Næsta grein70 sagt upp hjá Kömbum sem stefna í gjaldþrot