Selfyssingar fari að huga að skreytingunum

Undirbúningur fyrir bæjarhátíðina Sumar á Selfossi er í fullum gangi en hápunktur hátíðarinnar er laugardaginn 11. ágúst.

Þann dag verður að vanda boðið til morgunverðar í tjaldi í bæjargarðinum en eftir hádegi verður fjölskyldudagskrá og á laugardagskvöldið er hinn margrómaði sléttusöngur, flugeldasýning og dansleikir.

Íbúar eru hvattir til að huga að skreytingum og heyrst hefur að nokkrar götur muni leggja mikið að veði í baráttunni um skemmtilegustu götuna sem Dranghólar í bleika hverfinu sigruðu í fyrra.

Tónlist verður í hávegum höfð á hátíðinni í ár með tónleikum á fimmtudags- og föstudagskvöld, dansleik á laugardagskvöld og á sunnudeginum verður hinn vinsæli Delludagur þar sem bílaáhugamenn munu tæta og trylla.

Fyrri greinTorfæran styrkir langveik börn
Næsta greinFrábær árangur Selfyssinga í Gautaborg