Samkvæmt bráðabirgðatölum um íbúafjölda í sveitarfélaginu Árborg fór íbúafjöldi á Selfossi í fyrsta sinn yfir 7.000 í byrjun þessarar viku.
Íbúar í Árborg allri eru nú um 8.360 talsins, en íbúafjöldi fór fyrst yfir 8.000 í september 2014. Á Eyrarbakka og í dreifbýli við Eyrarbakka búa nú um 530 manns og á Stokkseyri og í dreifbýli rétt rúmlega 500 manns. Í Sandvíkurhreppi búa tæplega 300 manns.
Á fundi skipulags- og byggingarnefndar í gær voru samþykkt byggingarleyfi fyrir 19 íbúðum í par- og raðhúsum á Selfossi.