Selfyssingar sprengja 9.000 íbúa múrinn

Selfoss. sunnlenska.is/Egill Bjarnason

Íbúar á Selfossi eru orðnir fleiri en níuþúsund en þetta er í fyrsta skipti sem Selfyssingar sprengja níuþúsund íbúa múrinn en þeim fjölgaði um nítján í febrúar.

Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi í Árborg, greindi frá því á Facebooksíðu sinni í gær að Selfyssingar væru 9.002 talsins.

Í gær voru íbúar í Árborg samtals 10.447. Nú eru 590 manns búsettir á Eyrarbakka, 543 á Stokkseyri og 312 í Sandvíkurhreppi.

Fyrri greinHann Tóti tölvukall
Næsta greinÁbyrg upplýsingamiðlun við vá