Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi hafa gefið út dagatal með myndum af sér við dagleg störf.
Allur ágóði rennur beint til reksturs hjúkrunarþáttar stöðvarinnar og er þetta svar starfsmannanna við niðurskurðinum á stofnuninni.
„Við beitum öllum ráðum til að koma í veg fyrir að grunnþjónusta við íbúa skerðist og yrðum afar þakklátar fyrir stuðninginn,“ segir í tilkynningu frá hjúkrunarfræðingunum og sjúkraliðunum.
Dagatölin má nálgast hjá móttökuriturum á HSu á Selfossi og kostar hvert dagatal 2000 krónur.