„Viðtökurnar hafa farið fram úr okkar bestu væntingum,“ segir Axel Ingi Viðarsson, einn eiganda Dýraríkisins sem opnaði verslun á Selfossi fyrr í vetur.
Verslunin er alhliða sérvöruverslun sem sérhæfir sig í öllu sem tengist gæludýraeign.
„Móttökurnar hafa verið alveg frábærar. Fólk kemur aftur og aftur vegna þess að við seljum einungis gæðavörur á lágu verði,“ segir Axel og bætir við að fólk sé alltaf að verða betur upplýst um hvað það er að setja ofan í dýrin sín.
„Fyrstu þrjú efnin í innihaldslýsingunni á fóðrinu lýsa innihaldinu best. Það er til dæmis ekki gott ef maís eða hveiti er þar á meðal. Óvandaður hundamatur er fullur af fylliefnum til að þyngja fóðrið sem gerir það að verkum að hundurinn þarf að borða margfalt meira af matnum til að fá næga næringu,“ segir Axel.
„Við eignuðumst alla keðjuna og sáum tækifæri til þess að koma með sérvöruverslun fyrir gæludýraeigendur á Selfoss ,en það var engin sérverslun hér til staðar,“ segir Axel. Auk hans eru Einar Valur Einarsson og Þórarinn Þór eigendur Dýraríkisins.
„Það er okkar fag að veita faglega þjónustu fyrir þá einstaklinga sem hafa einhverjar spurningar fyrir dýrin sín. Þetta er rótgróin keðja en Dýraríkið hefur verið með þjóðinni í nær 40 ár,“ segir Axel að lokum.