Selurinn Dilla horfin á vit feðra sinna

Selkópurinn Dilla sem dvalið hefur í Dýragarðinum í Slakka í Laugarási síðustu vikur drapst fyrr í vikunni.

Greint var frá þessu á Facebooksíðu Slakka fyrr í dag.

„Við reyndum allt sem við gátum til að bjarga henni en það dugði ekki til. Mikil sorg hefur ríkt í Slakka undanfarna daga. Vera hennar hjá okkur hefur glatt mörg hjörtu og söknum við hennar meira en orð geta lýst,“ segir meðal annars í tilkynningunni.

Dilla kom í Slakka í lok maí eftir að hún fannst ein og yfirgefin í Traustholtshólma í Þjórsá.

TENGDAR FRÉTTIR:
Selurinn Dilla eltir starfsmennina á röndum

Fyrri greinAndri Már fimmti á Íslandsmótinu
Næsta greinHrunamenn eignuðust tvo Evrópumeistara