Slökkviliðið í Skaftárhreppi er nánast óstarfhæft og engan veginn klárt í að sinna brunaútköllum vegna skorts á tækjum og búnaði þar sem enginn ásættanlegur öryggisfatnaður er til á slökkviliðsmenn.
Þetta segir Guðmundur Vignir Steinsson, slökkviliðsstjóri í Skaftárhreppi. Eins og staðan er í dag sé slökkviliðið vanhæft í alla stærri bruna, t.d. ef sækja þarf fólk inn í brennandi hús. Enginn maður með réttindi til reykköfunar er í liðinu, auk þess sem reykköfunarbúnaður er úr sér genginn. „Ég sem slökkviliðsstjóri sendi ekki nokkurn mann inn í brennandi hús vitandi það að búnaðurinn er ekki í lagi,“ sagði Guðmundur Vignir í samtali við Sunnlenska.
Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu