Starfsmaður Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri, sem var útsettur fyrir smiti í gær, reyndist ekki vera smitaður af COVID-19.
Allir nemendur og starfsmenn skólans voru sendir í úrvinnslusóttkví í morgun á meðan beðið var eftir niðurstöðu úr sýnatöku starfsmannsins. Úrvinnslusóttkvínni er því lokið.
„Þetta eru gríðarlega góðar fréttir, sennilega þær bestu í dag. Stefnt er að því að skólastarf verði með eins eðlilegum hætti og mögulegt er í næstu viku,“ segir í tilkynningu skólastjórnenda sem send var foreldrum nemenda í BES í kvöld.