Messa var í Eyrarbakkakirkju í morgun kl. 11 þar sem séra Sveinn Valgeirsson kvaddi Eyrarbakkasöfnuð og þakkaði samveruna í þau sex 6 ár sem hann hefur verið prestur á Eyrarbakka.
Þórunn Gunnarsdóttir, formaður sóknarnefndar á Eyrarbakka, ávarpaði séra Svein og flutti honum þakkir safnaðarins. Séra Sveinn tekur við sem Dómkirkjuprestur í Reykjavík á morgun, 1. september.
Síðustu messur séra Sveins í prestakallinu verða sunnudaginn 7. september kl. 11 á Stokkseyri og kl. 14 í Gaulverjabæjarkirkju. Á eftir messu munu allir söfnuðirnir í prestakallinu standa fyrir sameiginlegu kveðjuhófi í Félagslundi til heiðurs séra Sveini og frú. Allir eru hjartanlega velkomnir.
Frá þessu er greint á heimasíðunni Menningar-Staður