Sérstakt eftirlit með ölvunar- og fíkniefnaakstri

Um jól og áramót munu lögreglumenn í Árnessýslu halda uppi sérstöku eftirliti með ölvunar- og fíkniefnaakstri.

Í þessu felst að lögreglumenn munu fara um dreifbýlis- og þéttbýlissvæði í Árnessýslu. Markmið eftirlitsins er að vekja athygli á þeirri hættu sem stafar af ölvunar- og fíkniefnaakstri og hvetja fólk til almennrar varkárni í umferðinni.

Þetta verkefni er samvinnuverkefni Ríkislögreglustjóra, Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, Lögreglustjórans á Suðurnesjum og Lögreglustjórans á Selfossi.

Fyrri grein112 verkefni hjá lögreglunni
Næsta greinSelfoss fær markvörð frá Breiðabliki