Skömmu eftir hádegi á föstudag var óskað eftir lögreglu vegna manns, vopnuðum hníf, sem braut sér leið inn í hús á Hellu og hafði í hótunum við fólk.
Maðurinn hvarf síðan á braut án líkamsmeiðinga.
Leitað var aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra til að leita að manninum sem fannst í húsi í þorpinu. Sérsveitarmenn handtóku manninn sem veitti ekki viðnám við handtökuna. Hann var fluttur í fangageymslu á Selfossi.
Við húsleit á heimili mannsins fundust 14 lítrar af landa. Maðurinn var kærður fyrir húsbrot, eignaspjöll, hótanir og áfengislagabrot.
Hann var látinn laus að yfirheyrslu lokinni.