Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út síðdegis í dag til aðstoðar lögreglunni á Suðurlandi.
Vísir greinir frá því á tíunda tímanum í kvöld að um rannsóknaraðgerð hafi verið að ræða og henni sé lokið.
„Við erum með mál til rannsóknar og rannsóknin heldur áfram og hefur sinn gang,“ sagði Einar Sigurjónsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi.
UPPFÆRT KL. 21:50