Ef framhald verður á jarðskjálftum við Hellisheiðarvirkjun munu fulltrúar Heilbrigðiseftirlits Suðurlands setjast niður með fulltrúum OR til að sjá hvaða lausnir eru í boði.
Þetta segir framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlitsins í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag en eftirlitið veitir virkjuninni starfsleyfi á grundvelli umhverfismats, virkjanaleyfis og annarra leyfa.