Starfsmaður á meðferðarheimilinu Geldingalæk á Rangárvöllum þurfti að leita sér aðhlynningar á spítala eftir að unglingur á heimilinu laumaði eitruðum vökva í glas hjá honum.
Að Geldingarlæk er rekið meðferðarheimli á vegum Barnaverndarstofu fyrir börn á aldrinum 14 til 18 ára.
Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld var greint frá því að einn unglingurinn laumaði Rain-X, sem er vökvi sem er notaður til þess að þrífa bílrúður, út í mjólkur- eða safaglas, eins starfsmannsins. Starfsmaðurinn leitaði á bráðamóttöku og fékk aðhlynningu en málið hefur verið kært til lögreglu.
Ekkert bendir til þess að unglingnum hafi verið uppsigað við viðkomandi starfsmann. Hann hafði talið að efnið hefði laxerandi áhrif og hefði ætlað að beita starfsmanninn saklausum hrekki.