Lögreglan á Suðurlandi kærði sex ökumenn í síðustu viku fyrir að nota farsíma án handfrjáls búnaðar við akstur bifreiða.
Slíkt er ekki alveg ókeypis því sektin við brotinu nemur 40 þúsund krónum.
Tveir ökumenn, sem lögregla hafði afskipti af, eru grunaðir um að hafa verið að aka bifreiðum sínum undir áhrifum áfengis í liðinni viku.