Sex lömb liggja í valnum

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Lögreglan á Suðurlandi kærði tvo ökumenn fyrir að aka undir áhrifum áfengis og aðra tvo fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna í umdæminu í liðinni viku.

Tveir ökumenn, annar á fólksflutningabifreið, voru kærðir fyrir að tala í síma við akstur bifreiða sinna.

Þá komu upp fimm mál þar sem sauðfé varð fyrir bíl. Sex lömb liggja í valnum eftir þessar ákeyrslur sem urðu allt frá Landvegamótum austur að Höfn í Hornafirði.

Fyrri greinÁ tvöföldum hámarkshraða við Borg í Grímsnesi
Næsta greinSkemmtilegt að gera myndir sem vekja allskonar tilfinningar