Í dag eru sex einstaklingar í einangrun vegna COVID-19 á Suðurlandi.
Fjöldi smitaðra einstaklinga á Suðurlandi hefur farið hratt niður síðustu tíu daga og ekki komið upp nýtt smit síðan 14. nóvember.
Átta manns eru í sóttkví á Suðurlandi og 25 eru í sóttkví eftir skimun á landamærum. Þetta kemur fram í tölum frá HSU.
Alls greindust þrjú ný kórónuveirusmit innanlands í gær að því er fram kemur á covid.is.