Sex umsækjendur eru um starf prests í Selfossprestakalli sem auglýst var laust til umsóknar í janúar.
Umsækjendurnir eru:
Sr. Anna Eiríksdóttir
Sr. Bára Friðriksdóttir
Erna Kristín Stefánsdóttir mag. theol.
Sr. Gunnar Jóhannesson
Guðrún Eggertsdóttir mag. theol.
Sr. Sveinn Alfreðsson
Miðað er við að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst, eða í síðasta lagi þremur mánuðum eftir að niðurstaða um ráðningu liggur fyrir.
Í Selfossprestakalli, eru fjórar sóknir; Selfosssókn, Laugardælasókn, Hraungerðissókn og Villingaholtssókn. Sóknarbörnin eru 9.246 talsins.
Í prestakallinu starfa sóknarprestur og prestur, auk þess sem héraðsprestur hefur starfað við prestakallið. Starfið var auglýst eftir að sr. Ninna Sif Svavarsdóttir, fyrrverandi prestur á Selfossi, tók við starfi sóknarprests í Hveragerðisprestakalli.