Sextán ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Hvolsvelli í liðinni viku.
Sá sem hraðast ók var á 134 km/klst hraða. Allir fengu ökumennirnir sekt.
Þá eru tvö þjófnaðarmál í vikunni óupplýst. Í öðru tilvikinu var kerru stolið á Hellu við Oddaveg voru sex stórir áburðarsekkir teknir ófrjálsri hendi. Ekki er vitað hver eða hverjir voru þarna að verki og eru málin í rannsókn.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á Hvolsvelli og þar eru ökumenn einnig minntir á að skipta af nagladekkjum yfir á sumardekk. Á næstu dögum mun lögreglan á Hvolsvelli sekta þá ökumenn sem eru á nagladekkjum.