Alls bárust sextíu umsóknir um starf sveitarstjóra í Hrunamannahreppi en umsóknarfrestur rann út þann 15. júní sl.
Ragnar Magnússon, oddviti í Hrunamannahreppi, segir töluverða vinnu framundan við að velja verðandi sveitarstjóra úr hópi umsækjenda en gengið verður frá ráðningunni fyrir næstu mánaðarmót.
Meðal umsækjenda eru tveir fyrrverandi Alþingismenn, þeir Kjartan Ólafsson og Magnús Stefánsson.
Nokkrir fyrrverandi sveitarstjórar sækja um starfið, t.d. Björn Ingimarsson fv. sveitarstjóri Langanesbyggðar, Gunnsteinn Ómarsson fv. sveitarstjóri Skaftárhrepps, Jón G. Valgeirsson fv. sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps, Ragnar Jörundsson bæjarstjóri Vesturbyggðar, Ragnar Sær Ragnarsson fv. sveitarstjóri Bláskógabyggðar, Sveinn Pálsson fv. sveitarstjóri Mýrdalshrepps, Þórir Kr. Þórisson bæjarstjóri Fjallabyggðar og Örn Þórðarson fv. sveitarstjóri Rangárþings ytra.
Meðal heimamanna sem vilja komast í sveitarstjórastólinn eru Helgi Már Gunnarsson vélahönnuður, Hjálmar Gunnarsson húsvörður, Elsa Ingjaldsdóttir framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, Magnús Víkingur Grímsson forstjóri, Ragnar Kristinn Kristinsson athafnamaður og Þórunn Ansnes Bjarnadóttir viðskiptafræðingur.
Meðal annarra umsækjenda eru Ásgeir Magnússon, forstöðumaður Skrifstofu atvinnulífsins á Norðurlandi, Ásmundur Richardsson, deildarstjóri launadeildar Kópavogsbæjar, Hafsteinn H. Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sorpsamlags Þingeyinga, Ragnar Már Ragnarsson, verkefnastjóri hjá Akraneskaupstað, Sigríður Stefánsdóttir, skrifstofustjóri ráðhúss Akureyrar og Vilhjálmur Wiium, umdæmisstjóri Þróunarsamvinnustofnunar í Namibíu.
Við þessa upptalningu má bæta nöfnum nokkurra þekktra umsækjenda en þeir eru t.d. Bjarni Jón Matthíasson, forstöðumaður þjónustumiðstöðvar Rangárþings ytra, Björn Rúriksson, ljósmyndari, Björn S. Lárusson, ráðgjafi, Gylfi Þorkelsson, framhaldsskólakennari, Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands og Magnús Hlynur Hreiðarsson, blaðamaður.
Umsækjendurnir eru þessir:
Ásgeir Magnússon, forstöðumaður, Akureyri
Árni Jensen, viðskiptafræðingur, Hafnarfirði
Ásmundur R. Richardsson, deildarstjóri, Reykjavík
Birgir Guðjónsson, fjármálasérfræðingur, Reykjavík
Bjarni Jón Matthíasson, forstöðumaður, Hellu
Björn Guðmundur Björnsson, fulltrúi sveitastjóra, Bakkafirði
Björn Ingimarsson, ráðgjafi, Akureyri
Björn Rúriksson, ráðgjafi, Selfossi
Björn S Lárusson, ráðgjafi, Selfossi
Bryndís Bjarnarson, verkefnastýra, Mosfellsbæ
Bryndís Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri, Hveragerði
Brynjar Sindri Sigurðarson, ráðgjafi, Reykjavík
Einar Kristján Jónsson, rekstrarstjóri, Kópavogi
Gísli Þór Gunnarsson, þýðandi, Reykjavík
Guðjón Ólafur Kristbergsson, ráðgjafi, Hafnarfirði
Gunnar Björnsson, sérfræðingur, Reykjavík
Gunnsteinn R Ómarsson, viðskiptafræðingur, Danmörku
Gylfi Þorkelsson, framhaldsskólakennari, Selfossi
Hafsteinn H.Gunnarsson, framkvæmdastjóri, Húsavík
Halldór Trausti Svavarsson, verktaki, Reykjavík
Hallgrímur H Gröndal, rekstrarstjóri, Reykjavík
Hannes S. Jónsson, verkefnastjóri, Reykjavík
Haukur Nikulásson, ráðgjafi, Reykjavík
Heimir Hafsteinsson, verktaki, Hellu
Helgi Már Gunnarsson, vélahönnuður, Flúðum
Hjalti Ólafsson, framkvæmdastjóri, Reykjavík
Hjálmar Gunnarsson, húsvörður, Austurhofi
Ingibjörg Elsa Ingjaldsdóttir, framkvæmdastjóri, Syðra-Langholti
Jón Baldvinsson, ráðgjafi, Mosfellsbæ
Jón Egill Unndórsson, ráðgjafi, Reykjavík
Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri, Grímsnesi
Jón Óskar Hallgrímsson, forstöðumaður, Reykjavík
Kjartan Ólafsson, framkvæmdastjóri, Hlöðutúni
Kristinn Ásgeirsson, markaðsstjóri, Danmörku
Kristján Einir Traustason, lögfræðingur, Bláskógabyggð
Lárus Michael Knudsen Ólafsson, lögfræðingur, Reykjavík
Magnús Víkingur Grímsson, forstjóri, Kópavogi
Magnús Hlynur Hreiðarsson, blaðamaður, Selfossi
Magnús Stefánsson, sérfræðingur, Reykjavík
Óskar Baldursson, viðskiptafræðingur, Garðabæ
Pálína Kristinsdóttir, rannsóknarstarf, Garðabæ
Páll Haraldsson, deildarstjóri, Reykjavík
Ragnar Jörundsson, bæjarstjóri, Patreksfirði
Ragnar Kristinn Kristinsson, athafnamaður, Flúðum
Ragnar Már Ragnarsson, verkefnastjóri, Akranesi
Ragnar Sær Ragnarsson, framkvæmdastjóri, Reykjavík
Rúnar Fossádal Árnason, rekstrarráðgjafi, Keflavík
Sigríður Stefánsdóttir, skrifstofustjóri, Akureyri
Sigurður Ingi Jónsson, ráðgjafi, Reykjavík
Sigurður Jónsson, sjómaður, Mosfellsbæ
Sigurður Tómas Björgvinsson, ráðgjafi/verkefnastjóri, Hafnarfirði
Sigurveig Guðmundsdóttir, sviðsstjóri, Kópavogi
Skúli Hreinn Guðbjörnsson, rekstrarstjóri, Akranesi
Sveinn Bragason, ráðgjafi, Garðabæ
Sveinn Pálsson, sveitarstjóri, Vík
Vilhjálmur Wiium, umdæmisstjóri, Reykjavík
Þorsteinn Guðnason, ráðgjafi, Reykjavík
Þórir Kr. Þórisson, bæjarstjóri, Siglufirði
Þórunn Ansnes Bjarnadóttir, viðskiptafræðingur, Hafnarfirði
Örn Þórðarson, sveitastjóri, Reykjavík