Siglingamálastofnun hefur sent síðasta íslenska vitaverðinum uppsagnarbréf. Frá áramótum hefur Sigurður Pálsson á Baugsstöðum ekki þurft að vitja Knarrarósvita.
Sigurður kom fyrst að vitanum tíu ára gamall árið 1939, ríðandi með mjólk handa mönnum sem unnu við að reisa mannvirkið.
Hann tók við starfi vitavarðar af föður sínum um það leyti sem hætt var að nota gaslukt. Mótorknúinn lampi kom í staðinn og fyrir tuttugu árum var lagt rafmagn.
Sjá viðtal við Sigurð í Sunnlenska fréttablaðinu. PANTA ÁSKRIFT