
Eitt verka listakonunnar Siggu á Grund í Villingaholtshreppi er komið á frímerki. Er það verkið „Leikur í laufi“, sem hefur verið valið sem eitt af þremur verkum sem sýna íslenskt handverk, gamalt og nýtt, í nýrri frímerkjaútgáfu. Verkið gerði Sigga um síðustu aldamót.
Hin verkin tvö eru þekkt úr íslenskri listasögu; Valþjófsstaðahurðin, sem er frá 13. öld og einn frægasti forngripur Íslendinga, og Drykkjarhorn lögréttumannsins, sem var skorið út af Brynjólfssyni bónda á Skarði í Landi á 17. öld.