Sigmar Ólafsson, kennari við Grunnskóla Bláskógabyggðar, hefur verið ráðinn tímabundið sem skólastjóri Kerhólsskóla í Grímsnesi í eins árs námsleyfi Hilmars Björgvinssonar.
Sigmar er húsasmíðameistari að mennt og með kennsluréttindi á grunn- og framhaldsskólastigi og býr í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Hann hefur starfað áður sem kennari við Kerhólsskóla og segir Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps, að þekking hans á skólastarfinu, nemendum og kennurum hafi þótt ákjósanleg.