Sigurður Ingi Jóhannsson, alþingismaður og fyrrverandi forsætisráðherra, leiðir lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi í næstu Alþingiskosningum.
Listinn var samþykktur á fjölmennu kjördæmisþingi Framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi sem haldið var í félagsheimilinu Hvoli á Hvolsvelli í dag.
„Glæsilegur listi sem ég hef mikla trú á. Ég myndi segja að reynsla og þor væri það sem einkenndi okkar lista. Við erum tilbúin að takast á við verkefnin framundan og þær áskoranir sem bíða okkar. Verkefnin eru ærin,” sagði Sigurður Ingi eftir að listinn var samþykktur.
Engar breytingar eru á þremur efstu sætunum frá lista Framsóknarflokksins í Alþingiskosningunum í fyrra. Jóhann Friðriksson í Reykjanesbæ kemur nýr inn í 4. sætið en þar sat Einar Freyr Elínarson í Sólheimahjáleigu í síðustu kosningum.
Listi Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi:
1. Sigurður Ingi Jóhannsson, alþingismaður, Hrunamannahreppi
2. Silja Dögg Gunnarsdóttir, alþingismaður, Reykjanesbæ
3. Ásgerður K. Gylfadóttir, bæjarfulltrúi og hjúkrunarstjóri, Hornafirði
4. Jóhann Friðrik Friðriksson, lýðheilsufræðingur, Reykjanesbæ
5. Sæbjörg Erlingsdóttir, sálfræðinemi, Grindavík
6. Inga Jara Jónsdóttir, nemi, Árborg
7. Pálmi Sævar Þórðarson, bifvélavirki, Rangárþingi ytra
8. Sandra Rán Ásgrímsdóttir, verkfræðingur, Hornafirði
9. Lára Skæringsdóttir, grunnskólakennari, Vestmannaeyjum
10. Herdís Þórðardóttir, innkaupastjóri, Hveragerði
11. Stefán Geirsson, bóndi, Flóahreppi
12. Jón H. Sigurðsson, lögreglufulltrúi, Reykjanesbæ
13. Hrönn Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri, Ölfusi
14. Ármann Friðriksson, nemi, Hornafirði
15. Valgeir Ómar Jónsson, sagnfræðingur, Árborg
16. Sigrún Þórarinsdóttir, bóndi, Rangárþingi eystra
17. Jóhannes Gissurarson, bóndi, Skaftárhreppi
18. Jóngeir Hlinason, hagfræðingur og bæjarfulltrúi, Vogum
19. Haraldur Einarsson, fyrrv. alþingismaður, Flóahreppi
20. Páll Jóhann Pálsson, fyrrv. alþingismaður, Grindavík