Sigurður dýralæknir selst best

Fyrra bindi ævisögu Sigurðar Sigurðarsonar dýralæknis er mest selda bókin í Sunnlenska bókakaffinu í síðustu viku.

Útgáfufagnaður vegna bókarinnar var í síðustu viku á Sunnlenska bókakaffinu og hefur henni verið mjög vel tekið.

Guðmundur Andri Thorsson las upp úr bók sinni, Valeyrarvalsinn, á bókakaffinu í síðustu viku og honum var einnig vel tekið en bókin er í 2. sæti á metsölulista Sunnlenska.

Í 3. sæti er ferða- og útivistarbókin Góða ferð eftir Helen Garðarsdóttur og Elínu Magnúsdóttur en bókin er gefin út af Sæmundi á Selfossi.

Þar á eftir koma Jónasarnir Jonasson með Gamlingjann og Kristjánsson með Þúsund og eina þjóðleið.

Sölutölurnar eru frá 23.-29. nóvember.

Fyrri greinVirkjun hefði góð áhrif á umhverfið
Næsta greinKrefjast þess að staðið sé við samning