Sigurður Ingi kosinn formaður Framsóknarflokksins

Sigurður Ingi Jóhannsson í Syðra-Langholti í Hrunamannahreppi var kjörinn formaður Framsóknarflokksins á flokksþingi flokksins í Háskólabíói í dag.

Hann lagði sitjandi formann, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, að velli eftir átakaþing.

Sigurður Ingi hlaut 370 atkvæði en Sigmundur hlaut 329 atkvæði. Lilja Alfreðsdóttir fékk 3 atkvæði.

Sigurður sagði í samtali við RÚV að hann óttist ekki klofning í flokknum eftir kosningarnar í dag. Hann sagði að það yrði sitt verk að kalla saman framkvæmdastjórn og þingflokk og fara yfir það hvernig yrði farið að því að virkja alla flokksfélaga fyrir stóru kosningarnar í lok mánaðarins.

Fyrri greinFulltrúar Set á fagsýningu í Svíþjóð
Næsta greinFyrsti titill Þórsara í meistaraflokki