Silja Gunnarsdóttir hafði sigur í baráttu við Birgi Þórarinsson um 2. sæti í prófkjöri Framsóknarmanna í Suðurkjördæmi. Sigurður Ingi Jóhannsson fékk 100% atkvæða í 1. sætið.
Sigurður Ingi var sá eini sem sóttist eftir 1. sætinu.
Mesta spennan var um annað sætið þar sem Silja, Birgir og Páll Jóhann Pálsson sóttust öll eftir öðru sætinu. Birgir og Silja urðu hlutskörpust eftir fyrri umferð og því var kosið aftur og þá hafði Silja betur með 2/3 hluta atkvæða. Páll Jóhann varð hlutskarpastur í baráttunni um 3. sætið og Haraldur Einarsson frá Urriðafossi er í 4. sæti listans.
392 voru á kjörskrá og kosið var eftir fyrirkomulagi um tvöfalt kjördæmisþing.