Sigurður Már Jónsson hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar. Hann er fæddur árið 1960 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Laugarvatni.
Sigurður Már lagði stund á sagnfræði og stjórnmálafræði við Háskóla Íslands en hefur starfað við blaðamennsku síðan 1985, lengst af á Viðskiptablaðinu þar sem hann var aðstoðarritstjóri og síðast ritstjóri. Sigurður Már hefur síðustu ár unnið sem blaðamaður og ráðgjafi og meðal annars unnið við fréttaskrif á Sunnlenska fréttablaðinu.
Hann hefur setið í stjórn Blaðamannafélags Íslands síðan 2006 og verið varaformaður stjórnar BÍ síðan 2010. Hann er kvæntur Gígju Árnadóttur skjalastjóra og eiga þau tvö börn.