Sigurður og Ragnheiður fá ráðherrastóla

Sigurður Ingi Jóhannsson, fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis og varaformaður Framsóknarflokksins, verður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í nýrri ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks.

Þá verður Ragnheiður Elín Árnadóttir, oddviti sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi, iðnaðar- og viðskiptaráðherra

Þingflokkar framsóknarmanna og sjálfstæðismanna samþykktu tillögu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Bjarna Benediktssonar að ráðherraskipan nýju ríkisstjórnarinnar á þingflokkafundum í kvöld.

Hanna Birna Kristjánsdóttir verður innanríkisráðherra. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra, Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra. Ragnheiður Elín Árnadóttir verður iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra, Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra.

Fyrri greinÆfðu hraðamælingar úr þyrlu
Næsta greinFyrsta tap Selfoss í deildinni