Sigurður Andrés Þorvarðarson hefur verið ráðinn í starf skipulagsfulltrúa og deildarstjóra skipulagsdeildar hjá Sveitarfélaginu Árborg frá og með 1. febrúar næstkomandi.
Sigurður Andrés lauk B.S. prófi í byggingartæknifræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2012 og M.Sc. í byggingarverkfræði frá sama háskóla árið 2014. Síðustu ár hefur Sigurður Andrés starfað á samgöngusviði Verkís hf. og komið að margvíslegum verkefnum tengdum vega- og gatnahönnun en áður starfaði hann hjá Almennu verkfræðistofunni ehf. sem veghönnuður á umhverfis- og skipulagssviði.
Alls bárust níu umsóknir um starfið en tvær umsóknir voru dregnar til baka.