Sigurður Böðvarsson, yfirlæknir göngu- og lyflækningadeildar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, mun sinna starfi framkvæmdastjóra lækninga í fjarveru Hjartar Kristjánssonar sem fór í ársleyfi þann 1. júní síðastliðinn.
Sigurður hefur starfað á HSU síðan 1. desember 2018. Þar áður starfaði hann sem sérfræðingur í krabbameinslækningum í Gundersen Health System, La Crosse í Wisconsin, Green Bay Oncology, Green Bay, Wisconsin og sem sérfræðingur í krabbameinslækningum við Landspítala.
Sigurður er sérfræðingur í krabbameinslækningum og hefur áralanga reynslu af meðferð krabbameinssjúklinga, rannsóknum, kennslu og stjórnun, var um tíma formaður Læknafélags Reykjavíkur og sat í stjórn Læknafélags Íslands. Hann lauk meistaragráðu í stjórnun heilbrigðisþjónustu frá Háskólanum á Bifröst árið 2009.