Sigurlín Sveinbjarnardóttir, skólastjóri Hvolsskóla, hefur sagt starfi sínu lausu og lætur hún af störfum um áramótin.
Sigurlín var ráðin skólastjóri við skólann árið 2009 en áður starfaði hún sem skólastjóri við Smáraskóla í Kópavogi.
Birna Sigurðardóttir, aðstoðarskólastjóri hefur verið ráðin nýr skólastjóri fram á vorið og Guðbjörg T. Júlídóttir verður aðstoðarskólastjóri.
„Staðan verður auglýst strax eftir áramót og mun umsóknarfestur renna út 20. mars 2015, þannig að ég geri ráð fyrir að nýr skólastjóri muni væntanlega hefja störf næsta vor,“ sagði Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra í samtali við Sunnlenska.