Símalaus sunnudagur 4. nóvember

Sunnudaginn 4. nóvember hvetja Barnaheill – Save the Children á Íslandi til þess að við leggjum snjallsímum okkar í einn dag og njótum samvista með fjölskyldu og vinum – símalaus!

Með þessu vilja samtökin vekja fólk til umhugsunar um áhrif af notkun snjalltækja á samskipti og tengsl innan fjölskyldunnar. Hversu mikið notum við snjallsímana? Hafa þeir áhrif á samverustundir fjölskyldunnar? Fá þeir að fljóta með við matborðið heima eða á veitingastað. Höfum við sett okkur reglur eða viðmið um hvernig við notum símann þegar fjölskyldan á notalega stund saman? Látum við símana ráða okkur eða ráðum við þeim?

Samtökin hvetja alla til þátttöku á eigin forsendum. Þó er mælt með því að leggja símanum frá níu til níu sunnudaginn 4. nóvember.

Hægt er taka þátt með því að skrá sig inn á vefsíðu samtakanna barnaheill.is. Með skráningu fær fólk send nokkur ráð fyrir Símalausa sunnudaginn laugardaginn 3. nóvember og á einnig möguleika á að vinna glaðning fyrir fjölskylduna.

Fyrri greinLeitað að fólki í húsinu – Tvennt í haldi lögreglu
Næsta greinÓskar formaður nítjánda árið í röð