Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu voru kallaðir út tvívegis síðdegis í dag vegna sinubruna í Flóahreppi.
Fyrri bruninn var við Villingaholtsveg skammt frá bænum Króki en útkallið barst kl. 16:17. Slökkviliðsmenn frá Selfossi fóru á staðinn og gekk vel að slökkva eldinn og afstýra eignatjóni en um tíma var óttast um að eldurinn myndi berast í fjárhús á svæðinu.
Kl. 18:34 barst svo annað útkall vegna elds við Vestri-Loftsstaði. Slökkviliðsmenn frá Selfossi og Þorlákshöfn fóru á vettvang og gekk vel að slökkva eldinn, en að sögn sjónarvotta var töluverður eldur og mikill reykur. Ekki liggur fyrir hver eldsupptök voru.
UPPFÆRT KL. 23:50