Sjálfstæðisfélagið Ægir í Ölfusi lýsir yfir stuðningi við Guðrúnu Hafsteinsdóttur og hvetur hana til að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins á komandi landsfundi.
„Guðrún hefur sýnt sig og sannað sem dugmikinn og framsýnan stjórnmálamann með djúpa þekkingu á íslensku samfélagi og hefur hún ávallt barist fyrir hagsmunum landsmanna með miklum þrótti. Í henni býr traustur leiðtogi en með hana í fararbroddi mun Sjálfstæðisflokkurinn halda áfram að vera öflugt og framsýnt stjórnmálaafl sem berst fyrir frjálsum markaði, einstaklingsfrelsi og öflugu samfélagi,“ segir í tilkynningu frá stjórn Ægis.
Þar eru allir sjálfstæðismenn hvattir til að styðja Guðrúnu í þessu mikilvæga verkefni.