Almennur borgarafundur um stjórnlagaþing var haldinn á Hvolsvelli síðdegis í gær. Á fundinn mættu tveir frummælendur, tveir frambjóðendur, sjö gestir og húsvörðurinn í Hvolnum.
Að fundinum stóðu undirbúningnefnd fyrir stjórnlagaþing og SASS. Frummælendur á fundinum voru Guðrún Pétursdóttir og Njörður P. Njarðvík. Útskýringar þeirra voru góðar og umræður snerust um fyrirkomulag kosningabaráttunnar, kosninganna og þingsins.
Líklega er þetta það sem kallast fámennt en góðmennt.