Sjö gestir á borgarafundi

Almennur borgarafundur um stjórnlagaþing var haldinn á Hvolsvelli síðdegis í gær. Á fundinn mættu tveir frummælendur, tveir frambjóðendur, sjö gestir og húsvörðurinn í Hvolnum.

Að fundinum stóðu undirbúningnefnd fyrir stjórnlagaþing og SASS. Frummælendur á fundinum voru Guðrún Pétursdóttir og Njörður P. Njarðvík. Útskýringar þeirra voru góðar og umræður snerust um fyrirkomulag kosningabaráttunnar, kosninganna og þingsins.

Líklega er þetta það sem kallast fámennt en góðmennt.

Fyrri greinFramkvæmdir í Hveragerði
Næsta greinJóhann og Einar Ottó framlengja