Sjö manns eru í einangrun á Suðurlandi vegna COVID-19, allir í Sveitarfélaginu Árborg.
Sex eru í einangrun í Sandvíkurhreppi og einn á Selfossi.
Sex manns eru í sóttkví eftir að hafa verið útsettir fyrir smiti og 127 eru í sóttkví á Suðurlandi eftir skimun á landamærunum. Þetta kemur fram í tölum frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
Ekki hefur verið skimað fyrir COVID-19 á Suðurlandi síðan á aðfangadagsmorgun, en skimun hefst aftur í dag.
Í gær greindust þrír með COVID-19 innanlands, að því er fram kemur á covid.is.