Sjö einstaklingar eru í einangrun á Suðurlandi í dag, vegna COVID-19 og 21 í sóttkví.
Fjórir af þessum sjö eru í einangrun á Selfossi og þar eru 7 í sóttkví, að því er fram kemur í daglegum tölum frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
Þá eru 235 einstaklingar í skimunarsóttkví á Suðurlandi eftir að hafa farið í skimun á landamærunum.
Í gær greindust fjögur kórónuveirusmit innanlands og voru tveir þeirra ekki í sóttkví en þetta kemur fram á covid.is.