Lögreglan á Suðurlandi stöðvaði 62 ökumenn fyrir að aka of hratt í umdæminu í síðustu viku.
Af þeim voru sjö staðnir að hraðakstri innanbæjar, þar sem hámarkshraði er 50 km/klst og sex voru stöðvaðir eftir að hafa ekið á meira en 130 km/klst hraða á 90 km/klst vegi.
Í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi kemur fram að skráningarmerki voru tekin af tveimur ökutækjum sem reyndust ótryggð í umferðinni og einu sem ekki hafði verið fært til endurskoðunar frá árinu 2018.