Sjö stöðvaðir undir áhrifum

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Lögreglan á Suðurlandi kærði 78 ökumenn fyrir hraðakstur í síðustu viku. Sá sem hraðast ók var mældur á 141 km/klst hraða.

Sekt við slíku broti er 150.000 kr en þar sem viðkomandi greiddi á staðnum fékk hann 25% afslátt.

Lögreglan stöðvaði sjö ökumenn vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna og segir í dagbók lögreglunnar að það sé mikið áhyggjuefni að í hverri viku séu þessi hópur svo fyrirferðamikill í dagbók lögreglunnar.

Fyrri greinÍstak bauð lægst í brúarsmíði
Næsta greinSelfoss fékk skell á Ragnarsmótinu