Sjö umferðaróhöpp í vikunni

Lögreglan að störfum. sunnlenska.is/Dýrleif Nanna Guðmundsdóttir

Frá því á mánudag eru sjö umferðaróhöpp skráð í dagbókin hjá lögreglunni á Suðurlandi og í fjórum tilfellum verið um slys á fólki að ræða. Að auku urðu tvö vinnuslys.

Sjö ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur og sá sem hraðast ók var á 133 km/klst á Mýrdalssandi.

Fimm ökumenn voru stöðvaðir, grunaðir um vímuakstur, þrír grunaðir um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna og tveir um ölvunarakstur.

Nú í vikunni hefur verið sérstök áhersla á notkun öryggis- og varnarbúnaðar í bifreiðum og lögreglan stöðvað nokkra ökumenn þess vegna. Einnig hafa ökumenn verið kærðir fyrir að vera ekki með ljósabúnað í lögmætu ástandi eða með hélaðar rúður. Nokkrir atvinnubílstjórar voru einnig stöðvaðir vegna brota á reglugerð um stærð og þyngd ökutækja og fyrir ranga notkun ökurita.

Fyrri greinVæri til í að vera gestur hjá Hemma Gunn
Næsta greinMisjafnt gengi sunnlensku liðanna