Sjö verðlaunahafar í Hvolsskóla

Sjö nemendur 9. bekkjar Hvolsskóla fengu verðlaun í smásagnasamkeppni sem Félag enskukennara stóð fyrir í haust.

Í liðinni viku sóttu sendiherrar Indlands og Kanada á Íslandi Hvolsskóla heim ásamt Jóni Inga Hannessyni formanni Félags enskukennara á Íslandi. Tilefnið var að veita nemendunum sjö viðurkenningar fyrir smásögur sínar.

Nemendurnir máttu velja milli þess að skrifa sögur sem tengdust Kanada eða Indlandi.

Sendiherrarnir hrósuðu nemendum fyrir góðar sögur og færðu þeim veglegar bókagjafir fyrir þátttökuna ásamt því að skólanum voru gefnar gjafir.

Fyrri grein„Sérstakt að mæta Fylki“
Næsta greinSex sunnlendingar á NM í körfu